top of page

Saga Rjúpnavalla

IMG_8042.jpg
Rjúpnavellir hestar.jpg

Um 
Okkur

Ferðaþjónustan á Rjúpnavöllum við Ytri Rangá við rætur Heklu hefur verið rekinn frá árinu 2001. Þegar uppbygging hófst var þar lítill sem enginn gróður enda svæðið búið að vera ógirt og búfénaður gengið þar um í áraraðir. Samhliða ferðaþjónustunni hefur því alla tíð verið lögð mikil áhersla á ræktun landsins og farið fram metnaðarfull skógrækt, en fyrsta tréð var gróðursett í landi Rjúpnavalla árið 1998. Í dag hafa verið settar niður allt að hundrað þúsund plöntur sem setja mikinn svip á svæðið og mynda skjólgóðan skóg og rjóður. Jafnframt hafa skotið upp rótum ýmsar tegundir íslenskra jurta sem gefa landinu lit.

Fyrsta húsið fyrir ferðaþjónustu Rjúpnavalla var byggt árið 2001 en það er stærsti skálinn á svæðinu. Frá þeim tíma hafa húsin bæst við eitt af öðru og er núna í boði gisting í tveimur stórum skálum og þremur minni húsum. Á landinu eru tvö önnur hús, þjónustuhús og íbúðarhús. Tjaldgestir eru líka velkomnir á svæðið, er ekki amalegt hreiðra sig um í skóginum með eldfjallið Heklu í bakgrunni og Ytri-Rangá við túnfótinn. 

Frá upphafi hafa Íslendingar sótt mikið Rjúpnavelli ásamt gestum alls staðar að úr heiminum. Gestir hafa verið í ýmsum erindagjörðum í ferðum sínum um Ísland. Hestahópar hafa mikið nýtt sér gistinguna og svæðið enda Rjúpnavellir tilvalinn áningastaður áður en haldið er lengra inn á hálendið og inn á Fjallabak. Góð aðstaða er fyrir hesta, þar sem greiður aðgangur er bæði vatni og beitarhaga. Göngu- og hjólafólk hafa verið tíðir gestir Rjúpnavöllum enda margar vinsælar og góðar leiðir í næsta nágrenni. Rjúpnavellir hafa líka tekið vel á móti ýmsum hópum sem hafa nýtt sér aðstöðuna fyrir fjölbreyttar samkomur.

Rjúpnavellir hafa verið í eigu Björns Halldórssonar frá upphafi sem hefur alfarið séð um alla uppbyggingu á svæðinu.

IMG_7958
Rjupnavellir
Rjupnavellir
Rjupnavellir
Rjupnavellir
bottom of page