top of page
Fossabrekkur 2.jpg

Nágrenni Rjúpnavalla 

Í nágrenni Rjúpnavalla eru margir fallegir staðir til að njóta íslenskrar náttúru. Fyrst ber að nefna aðaldjásnið á svæðinu sem er eldfjallið Hekla en má segja að hún vaki yfir Rjúpnavöllum í öllu sínum veldi.

Fossar í nágrenninu eru nokkrir. Fyrst má nefna Fossabrekkur sem eru rétt fyrir ofan Rjúpnavelli aðeins í um 6 km. akstursfjarlægð. Það er fallegt að sjá grænar brekkurnar og fossana eftir að hafa keyrt í gegnum auðnina. 

Þjófafoss er ekki heldur svo langt frá, þar sem Búrfell gnæfir yfir. 

Vinsælt er keyra inn á Fjallabak og koma við í Rauðufoss og jafnframt virða fyrir sér augað sem er orðin vinsæll áfangastaður. Inn á Fjallabak kíkja jafnframt flestir við í Landmannalaugum sem er einn vinsælasti ferðamannastaður Íslands. Þar er meðal annars hægt að labba að undurfagran Grænahrygg og skella sér síðan í náttúrulaugina á staðnum á eftir.

Áhugaverðir staðir í nágrenninu

Fossabrekkur  

Það er skemmtilegur foss fyrir ofan land Rjúpnavalla sem nefnist Fossabrekkur, fossinn er einstök náttúrufegurð í annars vikurauðninni sem er þar allt í kring. Hann er vel falinn og til þess að virða hann fyrir sér þarf að fara niður fyrir brekkuna þar sem hann steypist fram af klöppum ofan í eystri kvíslina. Það getur verið skemmtilegt að taka með sér nesti í körfu og borða nesti við þennan fallega foss. 6. km. í beinum akstri.

Fossabrekkur 2.jpg
thjofafoss.jpg
Þjófafoss

Þjófafoss er í Þjórsá, austan við Merkurhraun, 3 km frá Rjúpnavöllum. Fossinn dregur nafn sitt af því að þar hafi þjófum áður verið drekkt. Fossinn er einn af aðalfossum Þjórsár, en áin skilur að Rangárvallasýslu og Árnessýslu og er lengsta á landsins.

Hekla

Hekla gnæfir yfir Rjúpnavöllum og má segja að ferðaþjónustan sem ein af þeim sem stendur næst þessu tignarlega fjalli sem er eitt virkasta og þekktasta eldfjall á Íslandi. Hekla er 1.491 m. hár eldhryggur og oft kölluð drottning íslenskra eldfjalla. Fjallið er í Rangárvallasýslu og sést víða að og er auðþekkjanlegt eins og bátur á hvolfi. Fjallið gaus síðast í febrúar 2000.

c
Hekla
Hekla
Hekla eldfjallið
Hekla eldjallið
Hekla
Hekla eldjallið

Á leið í Landmannalaugar

Gönguleiðin Hellismannaleið 

Gönguvegalengdin er samtals um 55 km. Hún hefst í Landmannalaugum og endar á Rjúpnavöllum í Landsveit. Hún er öll stikuð og skálar eru í Landmannalaugum, Landmannahelli, Áfangagili og á Rjúpnavöllum. Dagleiðirnar eru allar svipaðar frá 16-20 km. Samtals um 55 km.

Gönguleiðir.jpg
Landmannalaugar

 

Landmannalaugar er vinsæll ferðamannastaður á Fjallabaksleið nyrðri austur af Heklu í Friðlandi að fjallabaki. Vegur að Landmannalaugum er aðeins greiðfær að sumarlagi. Mikill jarðhiti er á svæðinu og þar er að finna vinsæl náttúruböð. Landmannalaugar eru þekktar fyrir náttúrufegurð og litríkt berg. Ein vinsælasta gönguleið landsins liggur milli Landmannalauga og Þórsmerkur sem þykir hæfilegt að ganga á fjórum dögum.  

landmannalaugar
Landmannalaugar
Landmannalaugar
landmannalaugar
Landmannalaugar
Rauðufossar og augað

Rauðufossar eru orðnir vinsælir meðal ferðamanna bæði innlendra og erlendra og ekki síst augað sem kallað er Rauðauga. Rauðbrúnn botn Rauðufossakvíslar myndar skemmtilegar andstæður við ljósgrænan mosagróðurinn og svarta sandana í kring. Rauðufossar sjást þegar leið liggur inn í Landmannalaugar eftir Landmannaleið í gegnum Dómadal. 

Jökulgil

Jökulgil er jafnframt á svæði Landmannalauga og er 13 km. langur grunnur dalur sem liggur til suðausturs frá Landmannalaugum inn undir Torfajökul og um hann rennur Jökulgilskvísl. 

Grænihryggur

Grænihryggur er á svæði Landmannalauga og er hann nákvæmlega það sem nafnið gefur til kynna fagurgrænn á lit í miðju landslaginu. Sjón er sögu ríkara segja þeir sem á hann hafa litið.

Græni hryggur.jpg
bottom of page