RJUPNAVELLIR
Þjónusta
Gisting í boði:
Á Rjúpnavöllum er í boði gisting í tveimur skálum og þremur smáhýsum. Stærri skálinn er 22 og sá minni fyrir 18. Eru þeir báðir með kojum og vel búnir fyrir stærri hópa. Tvö minni smáhýsin er fyrir 2-6 gesti en það stærra fyrir allt að átta manns. Tjaldbúar eru velkomnir á Rjúpnavelli þar sem hægt er að tjalda á afmörkuðu svæði eða í samráði við þjónustuaðila tjalda meira út af fyrir sig.
Hestafólk:
Frá upphafi hafa Rjúpnavellir verið vinsæll áningastaður fyrir hestafólk, staðsetningin er í alfaraleið og skálarnir henta vel stórum hópum. Það er gott gerði fyrir hestana og margar spennandi reiðleiðir í nágrenninu. Aðstaðan er því góð bæði fyrir hesta og menn.
Hjólafólk:
Í næsta nágrenni við Rjúpnavelli eru endalausir möguleikar á að finna skemmtilegar leiðir fyrir bæði hjólafólk bæði vélknúin og venjuleg reiðjól.
Ferðaþjónustan að Rjúpnavöllum í Landsveit.
Ferðaþjónustan á Rjúpnavöllum er tilvalinn staður fyrir ýmsar uppákomur, svo sem vinnufundi, stórafmæli, ættarmót, dagsferðir, kajakferðir og fleira.
Staðsetning Rjúpnavalla í jaðri hálendisins gefur jafnframt möguleika á skemmtilegri og spennandi vetrarútivist s.s göngum, vélsleða- og jeppaferðum.
Þjónusta í nágrenninu:
Frábær sundlaug er í Laugalandsskóla, með pottum og gufu, akstursleið 30 mín. Ýmsar verslanir og þjónusta á Hellu, akstursleið 40 mín.
Skálar
Skáli 1
Skálinn er byggður 2002 og er 100 fm, panelklæddur, í honum er stór og vistlegur salur. Svefnpokapláss fyrir 22. Það eru svefnbálkar í sal fyrir 18 og í herbergi er hjónarúm ásamt tveimur kojum.
Skálinn er hitaður upp með arinofni. Það eru tvö salerni, rafmagn og kalt vatn. Stór góð forstofa ásamt rúmgóðri verönd. Með skálanum fylgir alltaf wc pappír. Góð eldunaraðstaða fyrir stóra sem smáa hópa með kæliskáp með frysti, örbylgjuofn, gaseldavél, og bakaraofn. Almennur eldhúsbúnaður, pottar og ketill.
Skáli 2
Hann er byggður 2004, panelklæddur bjartur og vistlegur. Svefnpokapláss fyrir 18.
Það eru svefnbálkar í sal fyrir 14 og í herbergi er hjónarúm ásamt tveimur kojum.
Skálinn er hitaður upp með arinofni. Það eru tvö salerni, rafmagn og kalt vatn. Góð forstofa ásamt rúmgóðri verönd. Með skálanum fylgir alltaf wc pappír. Það er rúmgott eldhús með kæliskáp með frysti, gaseldavél og bakaraofn. Almennur eldhúsbúnaður, pottar og ketill.
Borð og bekkir fyrir 20 manns.
Smáhýsi
Smáhýsi 1
Smáhýsi 1 er um 30 fm. Húsið er hitað upp með rafmagni. Í húsinu er gistirými og aðstaða fyrir allt að sex manns. Sturta, eldavél, bakaraofn og allur annar almennur borðbúnaður er til staðar.
Smáhýsi 2
Smáhýsi 2 er um 30 fm. Húsið er hitað upp með rafmagni. Í húsinu er gistirými og aðstaða fyrir allt að sex manns. Sturta, eldavél, bakaraofn og allur annar almennur borðbúnaður er til staðar.